Mt. Fuji, eða Fuji-san á japönsku, er virkt eldfjall og sömuleiðis hæsti tindur Japans með 3.776m hæð yfir sjávarmáli. Fuji-san er aðeins um 100km frá Tokyo og sumir vísindamenn segja að eldgos geti hafist á næstu árum eða áratugum. Spurningin er: hvað geta íbúar Japans gert og enn fremur hvort maður eigi yfirleitt að undirbúa sig? Er kannski bara betra að slaka á og mæta örlögunum?
Í þessum þætti fjalla ég um Fuji-san og síðasta eldgosið þar árið 1707, hvað myndi gerast ef Fuji-san gysi og mögulegar leiðir til að undirbúa sig. Önnur umræðuefni eru fjárhættuspil í Japan, sólarvarnir, flugpöddur og fleira.
Kæri hlustandi, fylgdu Heimsendi á Instagram undir heimsendir_podcast og á Facebook undir Heimsendir.
Takk fyrir að hlusta og við heyrumst í næsta þætti!