Vísindaskáldskapur er mögulega það besta sem komið hefur fyrir kvikmyndir, sem og aðra miðla. Með honum getum við ímyndað okkur framtíðina og fortíðina. Við getum leitað svara við spurningum á borð við; Hvað er það að vera mennskur? Hvaðan komum við og hvað verður um okkur?
Til að svara meðal annars þessum spurningum fæ ég til mín Ninnu Pálmadóttur, leikstjóra með meiru. Einnig veltum við því fyrir okkur af hverju ekki séu gerðar fleiri íslenskar sci-fi myndir og hrollvekjur.
Er Sci-fi æðsta listformið? Hvað finnst ykkur, hlustendur góðir? Finnið Heimsendahópinn á Facebook og varpið fram ykkar pælingum.