Listen

Description

Nú vil ég ekki þetta orðlengjandi vera, heldur Yður guði bífalandi, bréfinu slúttandi og því 

lokandi, item utan á það skrifandi, mín stígvél upp á mig dragandi, í minn "kjól" farandi 

(snústóbakslitaðan verandi), mína skikkju eða yfirhöfn yfir mig látandi, minn hatt á mitt 

höfuð setjandi, lykilinn upp úr mínum vasa takandi, hurðinni upp ljúkandi, út úr dyrunum 

gangandi, hurðina síðan aftur látandi, lyklinum þar í stingandi og honum við snúandi, 

dyrunum þannig læsandi, oft nefndan lykil síðan út úr skráargatinu dragandi, niður af 

öðrum sal labbandi, og út úr þessu húsi - Skindergaden Nr. 24, Uhrmager Kyhls Gård - 

gangandi, í hverju húsi égg til þessa mánaðar loka er væntanlegur verandi, en nú í burtu 

branandi og niður á pósthús farandi, bréfunum þar skilandi og eftir það heim til minna 

híbýla snautandi, Yðar þjónustureiðubúinn vinur verandi,

Konráð Gíslason heitandi.