Listen

Description

Predikun dagsins fjallar um konu sem hafði fengið bænasvar frá Guði en spámaður bað fyrir drengnum hennar sem hafði dáið og hann hann lifnaði við. En í kjölfarið kom hungursneyð í landið og hún þurfti frá að hverfa með alla sína fjölskyldu í 7 ár í land Filistea sem var óvinaland. Oft þegar við lendum í erfiðri reynslu og lífið tekur óvænta U beygju förum við að vænta meiri erfiðleika. Það sem Biblían hins vegar kennir okkur að gera er að koma fram fyrir konung með djörfung, segja okkar sögu, sem hún og gerði og óska eftir að það land sem var frá henni tekið yrði gefið tilbaka. Vegna vitnisburðarins þá gaf konungur henni ekki aðeins landið tilbaka. Hann gaf henni einnig allan afrakstur af akrinum allan þann tíma sem hún hafði verið í burtu. Ekki skammast þín fyrir vitnisburðinn. Talaðu með djörfung vitnisburðinn því hann á að heyrast og verður ekki bara þér til blessunar heldur öllum þeim sem heyra.