Listen

Description

Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson er gestur Kristjáns Arnar í þættinum Við skákborðið á Útvarpi Sögu að þessu sinni. Héðinn varð strax ungur að árum mjög sterkur skákmaður. Hann varð margsinnis Norðurlandameistari barna- og unglinga, hann varð heimsmeistari barna undir 12 ára árið 1987 og var aðeins 15 ára gamall þegar hann varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari í skák en það ár náði hann styrkleika upp á 2500 eló-skákstig. Í þættinum talar Héðinn meðal annars um rannsóknir sínar á skák og gervigreind, áform ríkisstjórnarinnar (Alþingis) um að leggja niður stórmeistaralaunin í núverandi mynd, góðan árangur sinn á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmótinu en Héðinn hreppti skipt annað sæti ásamt sex öðrum skákmönnum.