Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins, sjúkraliði og ráðgjafi og Björn Þorfinnsson alþjóðlegur meistari í skák og ritstjóri DV voru gestir Kristjáns Arnar Elíassonar í þætti hans Við skákborðið á Útvarpi Sögu. Gunnar sagði frá aðdraganda að stofnun Víkingaklúbbsins en upphafið var að nokkrir félagar ákváðu að hittust tvisvar á ári í heimahúsi og tefla svokallaða Víkingaskák en þetta var árið 2003. Hvatamaður þessarar hugmyndar var Magnús Ólafsson hugvitsmaður sem fann upp Víkingaskákina árið 1967. Margir höfuð teflt Víkingaskák áður og var meðal annars hópur manna á Ísafirði sem hittist einu sinni á ári og héldu svokallað alheimsmeistaramót. Gunnar nefndir nöfn þeirra Hrafns Jökulssonar og Gylfa Ólafssonar sem orðið hafa alheimsmeistarar en þeir hafi verið fleiri sem hampað hafa titlinum. Þeir félagarnir ræddu um Víkingaklúbbinn, góða félaga og sterka skákmenn klúbbsins og að skáksveit Víkingaklúbbsins hafi fimm sinnum orðið Íslandsmeistari félagsliða í skák. Þeir segja frá skákferðalögum en Víkingaklúbburinn hefur margoft tekið þátt í Evrópumóti taflfélaga. Björn segir skemmtilegar sögur, eins og honum er einum lagið, m.a. söguna frá Makedóníu þar sem honum var "hent" úr landi.