Tókum aðeins snúning á því hvað Arne Slot hefur verið að gera undanfarin ár, hvaða áhrif hann hafði á Feyenoord og hvernig núverandi hópur Liverpool gæti hentað hans hugmyndafræði. Eins tókum við snúning á slúðrinu en öfugt við stundum áður á þessum árstíma er töluvert meira slúður tengt þjálfaramarkaðnum en leikmannamarkaðnum og nokkuð fróðlegar vikur í vændum hvað stjórastöðu nokkurra stórra liða varðar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done