Listen

Description

Það er ákaflega sjaldan sem stuðningsmenn Liverpool eru sáttir við jafntefli en ætli við getum ekki tekið þessu um helgina. Liverpool er fyrir vikið enn vel á lífi í annars mjög jafnri deild sem hefur farið ágætlega af stað. Framundan er ekkert asnalegt HM í eyðimörk heldur rosalegur mánuður þar sem Liverpool spilar 10 leiki frá 30.nóv til 1.janúar. Spennið beltin.

Hinn miðvörðurinn er næstur á dagskrá í Ögurverk liði aldarinnar – Van Dijk var allt að þvi sjálfkjörin síðast.

Tveir heimaleikir framundan í þessari viku og Liverpool á að vinna og verður að vinna báða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done