Listen

Description

Eftir að Ryan Gravenberch fór af velli eftir tæplega háflftíma leik á Wembley voru Liverpool án 12 leikmanna sem flestir eru lykilmenn í leikmannahópi Liverpool. Þrátt fyrir það tókst Liverpool að vinna og það á nokkuð sannfærandi hátt Chel$ea, eitt dýrasta lið sögunnar. Liverpool fékk miklu minni hvíld fyrir leik og hafa spilað miklu fleiri leiki en Chelsea í vetur þannig að þegar þeir örfáu lykilmenn sem byrjuðu fóru að þreytast henti Klopp bara krökkunum inná og þeir kláruðu dæmið. Frábær frammistaða.

Tókum snúning á því sem var að gerast um helgina og spáðum í spilin fyrir næstu leiki, hvernig í veröldinni stillir Klopp upp gegn Southampton á miðvikudaginn?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 464