Listen

Description

Leikjalisti fyrir nýtt tímabil er komin út og af því tilefni er ekki úr vegi að tilkynna nýtt samstarf Kop.is og Verdi Travel um hópferðir á næsta tímabili.

Tókum púlsinn á leikmannaslúðri tengdu okkar liði og fréttum af fáránlega miklum auknum umsvifum Saudi Araba í enska boltanum og bara heimsfótboltanum almennt. Spáðum í framtíð Trent og hver sé líklegasti arftaki Salah í markaskorun af hinum framherjum Liverpool liðsins.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



 Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 430