Listen

Description

Darwin Nunez stimplaði sig inn með látum og afgreiddi Newcastle eftir hroðalega pirrandi leik. Vonandi túrbóskotið sem Liverpool þarf fyrir þessu tímabili og byrjunin fyrir alvöru á hans ferli hjá Liverpool. Aftur kemur Liverpool til baka og vinnur og aftur þarf liðið að spila manni færri stóran hluta leiksins eftir soft rautt spjald. Alvöru karakter í þessu liði greinilega.

Þetta er svo síðasta vika leikmannagluggans og um helgina bíður Aston Villa, síðsti leikurinn fyrir landsleikjahlé.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf