Laila ættleiddi strákinn sinn frá Togo - hún segir frá sinni vegferð að eignast draumabarnið sitt en sú vegferð hefur verið ansi átakanleg. En hún segir frá því hræðilega áfalli þegar hún missti dóttur sína, komin 40 vikur á leið og þurfti að fæða andvana barn. Hún segir frá ferðalaginu til Togo og frá yndislega stráknum sem hún eignaðist og öllum tilfinninga rússíbananum sem fylgir ættleiðingarferlinu.
Laila er eigandi verslunarinnar Nielzen á Bankastræti í Reykjavík. Hún er kraftmikil steingeit sem elskar stjörnuspár, hún er opin bók, lífsglöð og ótrúlega skemmtileg!