Listen

Description

Í fréttum er þetta helst

Maðurinn, sem er þríggja barna faðir, lá inni á sjúkrahúsi í fimm vikur eftir að sprengdi sig í meltingarveginum á leið til Íslands.

Kaup og uppsetning á sérpöntuðum ítölskum lömpum í skólstofur í tveimur grunnskólum í Reykjanesbæ kostaði sveitarfélagið rúmar 48 milljónir króna, en verktakar sögðu að vel hefði verið hægt að kaupa og setja upp ódýrari ljós í skólstofurnar.

Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Austur segja lækkanir á gjaldskrá Héraðséreks setja einkaaðila í óþægilega stöðu. Austur er einkarekin líkamsræktarstöð á Egilsstöðum en Héraðserek heyrir undir sveitarfélagið Múlaþing sem hluti af íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Karl Jónasson matreiðslumeistari telur vert að staldra við auglýsingu sem birtist á Starfatorgi þar sem auglýst er eftir yfirmanni mötuneytis á Litla-Hrauni og segir orðanotkun hennar varhugaverða og kröfuna í auglýsingunni umdeilda.

Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, segir að hugmyndir um að breyta vörugjöldum af fornbílum, keppnisbílum og mótorhjólum muni ekki leiða til aukinnar tekju ríkisins.

Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.