Listen

Description

Í fréttum er þetta helst
Snjóflóðaeftirlit í Súðavík, og víða um land, var ekki í fullnægjandi horfi og ekki samkvæmt áherslum yfirvalda.
Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra.
Frumvarp um kílómetragjald var samþykkt í annarri umræðu á Alþingi í dag, eftir tveggja klukkutíma atkvæðagreiðslu.
Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur.
Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Meirhluti þingmanna greiddi atkvæði með frumvarpi Ingu Sæland um eingreiðslu til þeirra sem hafa fengið greiddan lífeyri. Rúmlega 37 þúsund manns eiga von á greiðslu fyrir jól.
Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor.

Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.