Í fréttum er þetta helst
Síminn hefur undirritað samninga um kaup á öllu hlutafé í Opnum kerfum og Öryggismiðstöð Íslands. Þetta kom fram í tilkynningu frá Símanum til fjölmiðla.
Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar voru samþykkt í dag stuttu eftir klukkan sex og er Alþingi því komið í jólafrí.
Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll faratæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla.
Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun.
Mæðrum, sem Barnavernd í Kópavogi hefur haft afskipti af vegna neyslu fíkniefna á meðgöngu, hefur fjölgað á árinu. Teymisstjóri hjá barnavernd segir ófædd börnin geta verið í verulegri lífshættu.
Mikil sjávarflóð voru við Vík í Mýrdal í nótt og eru bæjarbúar í viðbragðsstöðu fyrir kvöldið.
Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.