Listen

Description

Í fréttum er þetta helst
Hitastig mældist 19,8°C á Seyðisfirði á aðfangadag. Með þessum hita er fallið Íslandsmet í hita í desembermánuði. Einnig mældist hiti 19,7°C að Bakkagerði á Borgarfirði eystra.
Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki.
Grindvíkingar láta hremmingar undanfarinna ára ekki á sig fá og halda jólin margir hverjir heima. Slökkviliðsstjórinn segir að það sé jólaandi í bænum og Grindvíkingi finnst gott að geta verið heima á jólunum í fyrsta sinn í tvö ár.
Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra ungs skipverja sem drukknaði árið 2020 um skaðabótaskyldu ónafngreindrar útgerðar og TM trygginga hf.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa.
Lög sem veita dómsmálaráðherra tímabundnar heimildir til uppbyggingar varnargarða fyrir mikilvæga innviði á Reykjanesi renna sitt skeið í árslok. Það á einnig við um aðrar sambærilegar framkvæmdir í þágu almannavarna. Ný löggjöf er í undirbúningi.
Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum.

Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.