Maltbikarkeppnin fór fram um helgina og stóð KR og Keflavík uppi sem bikarmeistarar í meistaraflokki. Helgin var stanslaus veisla og því er Podcastþáttur vikunar með viðhafnarsniði.Craig Pedersen landsliðsþjálfari Íslands settist niður með okkur og ræddi um körfubolta og íslenska landsliðið. Liðið mun leika á Eurobasket 2017 í Finnlandi en það er annað stórmótið sem landsliðið tekur þátt í.Pedersen segir frá skilaboðunum sem hann fékk um hvernig ætti að stöðva Dirk Nowitzki fyrir síðasta eurobasket, liðsandann og mikilvægi Jóns Arnórs svo eitthvað sé nefnt.Umsjón / Ólafur Þór Jónsson og Davíð EldurEfnisyfirlit:2:30 - Ferill Craigs í Danmörku10:15 - Craig tekur við Íslenska landsliðinu18:30 - Umræða um Eurobasket 201522:45 - Biggie Smalls eða Tupac? - Hraðaspurningar25:15 - Undankeppni Eurobasket 201729:45 - Mikilvægi Jóns Arnórs34:00 - Umræða um val á landsliðinu47:00 - Sumarið og Eurobasket 2017