Í þessum þætti höldum við áfram með umræður um framtíðarspeki með hjálp kenningasmiða á borð við Francis Fukuyama, Yuval Harari og Karl Marx. Hér er einnig tekin fyrir nánar kenning Samuel Huntingon um Clash of Civilizations - og þar af leiðandi um mismunandi grundvallarsýn fólks um afstæði þróunnar mannlegs samfélags. Er kapítalisminn og vestrænt lýðræði endalok sögulegrar þróunar eða er kannski ómögulegt að spá fyrir um nokkuð á þessu sandkorni í eyðimörk tímans sem við lifum á?
Tekið upp 03.03.2019
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.