Listen

Description

Á árinu sem leið voru hundrað ár frá einum örlagaríkasta alþjóðaviðburði síðustu aldar - Parísarráðstefnunni árið 1919. Í þessum fyrsta þætti ársins ræða Ólafur og Andri um einn anga þeirra afleiðinga sem fyrri heimsstyrjöld hafði í för með sér en það var endalok hins aldagamla Tyrkjaveldis. Var þarna lagður grunnurinn að skipan Mið-Austurlanda eins og við þekkjum þau í dag, en á sama tíma bundinn endir á yfir 2000 ára sögu stórríkja við botn Miðjarðarhafs.

Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.