Á jóladag 1066 var Vilhjálmur bastarður hertogi af Normandí, krýndur konungur Englands. Rúðujarlinn hafði þá leitt innrás franskra og normanskra riddara til Englands, sem yfirbuguðu húskarla síðasta engilsaxneska konungsins, Haralds Guðnasonar í hinni víðfrægu orrustu við Hastings.
Englendingar hafa síðustu aldir þakkað Ermasundinu sérstöðu sinni sem eyju, varin árásum frá meginlandinu, en innrás Normanna var í síðasta sinn sem slík innrás heppnaðist. Hún hafði víðtæk áhrif á sögu Englands, enda ætti hvert mannsbarn í hinum enskumælandi heimi að þekkja ártalið 1066.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.