Í þessum þætti ræðir Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild HR, við Dr. Rick Howard, sérfræðing í styrktarþjálfun, um styrktarþjálfun barna og mýtur tengdar henni.
Howard hefur kennt í diplómanámi í styrk- og þrekþjálfun við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík frá því að námið hófst árið 2022. Aðal takmarkið með styrk- og þrekþjálfun er að hjálpa fólki á öllum aldri til að lifa heilbrigðu lífi, hvort sem það er í daglegu lífi eða í keppnisíþróttum.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.
UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.
///
In this episode, Ingi Þór Einarsson, assistant professor in the Department of Sport Science at Reykjavik University, talks with Dr Rick Howard, a specialist in strength training, about strength training for children and the myths surrounding it.
Howard has been teaching in the diploma programme in strength and conditioning at Reykjavík University’s Department of Sport Science since it was launched in 2022. He notes that the main goal of strength and conditioning is to help people of all ages live healthier lives, whether in everyday activities or competitive sports.
The RU Sports Chat (Íþróttarabb HR) is an independent series within the RU podcast. The sports science department of the University of Reykjavík hosts the RU Sports Chat, which is produced by the studio and communications teams at RU. This podcast series covers subjects like exercise, sports, competition, teaching and training, and interviews guests such as experts, academics, teachers, athletes, coaches, professionals, other people in the field, and current and former students.