Í þessum þætti ræða Daði Rafnsson og Chris Harwood um áskoranir og tækifæri í markvissri sálrænni færniþjálfun. Chris Harwood er í fremstu röð meðal fræðimanna í íþróttasálfræði og starfar sem forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar íþrótta, heilsu og frammistöðuvísinda við Nottingham Trent háskólann í Bretlandi þar sem hann er jafnframt prófessor.
Chris þróaði 5C aðferðafræðina sem er líklega útbreiddasta aðferðin til að kenna börnum, unglingum og foreldrum sálræna færniþjálfun. Hún byggir á kenningum um jákvæða og heildræna hæfileikamótun. Grunn c-ið er skuldbinding (commitment), svo koma samskipti (communication), einbeiting (concentration), sjálfsstjórn (control) og sjálfstraust (confidence), sem er afleiðing af því að taka ábyrgð á því að hugsa um og vinna markvisst í færninni. 5C eru byggð á fræðilegum grunni, eru auðskilin og sveigjanleg. Þannig hafa þau nýst sem kennsluaðferð, inngripsaðferð og foreldrafræðsla svo einhver dæmi séu tekin.
Daði Rafnsson er doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og fagstjóri Afreskssviðs Menntaskólans í Kópavogi. Hann hefur víðtæka reynslu af því að starfa með þjálfurum, foreldrum og íþróttafólki á öllum stigum. Doktorsrannsókn hans snýr um markvissa þjálfun sálrænna þátta í knattspyrnu, en hann og Harwood ásamt samstarfsfólki þeirra hafa unnið í því að rannsaka og þróa aðferðir til að gera hana aðgengilega fyrir þjálfara, foreldra og íþróttafélög. Í þessum þætti ræða þeir um hvers vegna það gengur oft illa að koma sálrænni færniþjálfun að í íþróttafélögum og hvernig stjórnendur íþróttafélaga ættu að líta á hana sem hluta af heildrænni færniþjálfun á borð við styrktarþjálfun.
RU Sport Psych Podcast er þáttasería innan Íþróttarabbs HR, sem er haldið úti af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Í þessari syrpu er íþróttasálfræði skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, þar sem kafað er bæði í fræðilega og hagnýta þætti greinarinnar. Markmið þáttarins er að dýpka skilning á íþróttasálfræði og miðla bæði fræðilegri og hagnýtri þekkingu.
Tvær námsleiðir eru í boði í íþróttasálfræði við Íþróttafræðideild HR.
///
In this episode, Daði Rafnsson and Chris Harwood discuss the challenges and opportunities of targeted psychological skills training. Chris Harwood is a leading scholar in sports psychology and works as Director of the Centre for Sport, Health and Performance Sciences at Nottingham Trent University in the UK, where he is also a professor.
Chris developed the 5C methodology, probably the most widespread method for teaching psychological skills training for children, adolescents and parents. It is based on theories of positive and holistic talent development. The basic C is commitment, followed by communication, concentration, control, and confidence, resulting from taking responsibility for thinking about and working systematically on the skill. The 5C's are based on theory, are easy to understand and flexible. In this way, they have been used as a teaching method, an intervention method and parental education, to name a few examples.
RU Sport Psych Podcast is a series within RU Sports Chat (Íþróttarabb HR). This series explores sports psychology from various perspectives, delving into theoretical and practical aspects.
All the interviews are in English, though some include a brief introduction in Icelandic.
RU offers two types of programmes in sport psychology: