Listen

Description

 

Kristoffer Henriksen er íþróttasálfræðingur og prófessor við Háskólann í Suður-Danmörku (SDU). Hann er einnig yfirmaður rannsóknardeildar í íþróttavísindum og er jafnframt þróttasálfræðingur hjá Team Danmark, stofnuninni sem ber ábyrgð á afreksíþróttum í Danmörku. Áhugasvið hans snýr að hæfileikamótun, frammistöðuþáttum og sálfélagslegum þáttum íþrótta. Henriksen hefur lagt mikið af mörkum til fræðigreinarinnar með rannsóknum sínum á faglegri nálgun í íþróttasálfræðiþjónustu hjá Team Danmark. Hann hefur einnig sett fram áhrifamiklar kenningar um heildræna nálgun í hæfileikamótun þar sem áherslan er á umhverfið sem íþróttafólk elst upp í. 

Daði Rafnsson ræðir við Henriksen í þessum þætti um rannsóknir hans og störf. Daði er doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og fagstjóri Afreskssviðs Menntaskólans í Kópavogi. Hann hefur víðtæka reynslu af því að starfa með þjálfurum, foreldrum og íþróttafólki á öllum stigum. Doktorsrannsókn hans snýr um markvissa þjálfun sálrænna þátta í knattspyrnu, en hann og Harwood ásamt samstarfsfólki þeirra hafa unnið í því að rannsaka og þróa aðferðir til að gera hana aðgengilega fyrir þjálfara, foreldra og íþróttafélög. Í þessum þætti ræða þeir um hvers vegna það gengur oft illa að koma sálrænni færniþjálfun að í íþróttafélögum og hvernig stjórnendur íþróttafélaga ættu að líta á hana sem hluta af heildrænni færniþjálfun á borð við styrktarþjálfun.

RU Sport Psych Podcast er þáttasería innan Íþróttarabbs HR, sem er haldið úti af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Í þessari syrpu er íþróttasálfræði skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, þar sem kafað er bæði í fræðilega og hagnýta þætti greinarinnar. Markmið þáttarins er að dýpka skilning á íþróttasálfræði og miðla bæði fræðilegri og hagnýtri þekkingu.

Tvær námsleiðir eru í boði í íþróttasálfræði við Íþróttafræðideild HR.

///

 

Kristoffer Henriksen is a sports psychologist and professor at the University of Southern Denmark (SDU). He is also the head of the research department in sports sciences and a sports psychologist at Team Denmark, the institute responsible for elite sports in Denmark. His areas of interest are skill development, performance factors, and the psychosocial aspects of sports. Henriksen has made significant contributions to the discipline with his research on the professional approach to sports psychology services at Team Denmark. He has also put forward influential theories for a holistic approach to talent development, emphasising the environment in which athletes grow up.


 Daði Rafnsson talks to Henriksen about his research and work in this episode. RU Sport Psych Podcast is a series within RU Sports Chat (Íþróttarabb HR). This series explores sports psychology from various perspectives, delving into theoretical and practical aspects.

All the interviews are in English, though some include a brief introduction in Icelandic.

RU offers two types of programmes in sport psychology: