Tveir á tali, þeir Jónas og Árni, fengu góða heimsókn enda tilefnið ærið. Nú er heilsugæslustöðin í Laugarási að flytja sig um set, þó ekki í fyrsta skipti en uppsveitirnar sem læknishérað urðu til 1899 og var fyrsti læknirinn staðsettur í Grímsnesi. Í Laugarási hefur hins vegar verið læknir frá 1922 eða í 103 ár. Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, kom til okkar í spjall um fyrirhugaðan flutning á Flúðir. Talað var um þjónustuna, ástæður flutningsins og helling í viðbót. Heilsugæsla uppsveitanna opnar í dag, 05.11.2025 á nýjum stað og í tilefni þess sendum við þetta fróðlega samtal út.