Sigurjón Sæland kom í heimsókn og kynnti nýjustu afurð leikdeildar UMF Bisk. en það er leikritið 39 & hálf vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ólafar Sverrisdóttur. Leikritið er gamanleikrit í farsastíl þar sem meðganga er viðfangsefnið og eins og einkennir góð gamanleikrit þá er eitthvað um misskilning og rangtúlkanir og svo vonandi leysist allt að lokum.
Þar sem sjón er sögu ríkari þá er bara um að gera að drífa sig á sýninguna og njóta kvöldsins. Veitingastaðirnir Mika og Vínstofa Friðheima eru með leikhústilboð á mat fyrir sýningu.