Dagana 21.-26. október fór Vörðukórinn til Skotlands til að syngja í St. Mary's Parish Church í Haddington nálægt Edinborg. Ég gat komist með sem maki og tók upp nokkur tóndæmi í ferðinni. Tónleikarnir voru sungnir með skoskum kór, The Garleton Singers, og lauk með að báðir kórar sungu saman þjóðsönginn okkar. Algert gæsahúðamóment. Þessi þáttur er ferðasaga með tóndæmum og ég þakka bara fyrir mig.