Ásgeir Jónsson ólst upp í sveit og var illa tekið af samnemendum í grunnskólanum sínum. Hann átti erfitt með tal, var ólæs og lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Þegar honum tókst loksins að lesa ákvað hann að fara alla leið í því námi sem hann tæki sér fyrir hendur. Eftir stutta viðkomu í líffræði, læknisfræði, á spítalanum og á sjónum endaði Ásgeir í hagfræði sem leiddi hann í starf aðalhagfræðings Kaupþings og nú Seðlabankastjóra Íslands.
Ásgeir er var um sig og lærði fljótt í sínu starfi hjá Kaupþing að allir vildu vera vinir hans þegar vel gekk en önnur var sagan þegar bankinn hrundi. Í viðtalinu er stiklað á risastóru:
- Greining á Trump
- Að finna sér ævistarf sem maður elskar og hvað ungt fólk á að læra
- Að missa systur sína og átta sig á því hvað hann vildi gera við líf sitt
- Að taka helmingslaunalækkun og yfirgefa bankageirann
- Stam sem fötlun og ákvörðunin að þola það þegar fólk horfir á sig
- Framkoma nemenda og íslenskukennsla á Íslandi
- Ráðleggingar til fólks varðandi fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi
- Hvort áhrif stýrivaxta á fasteignamarkaðinn komu Ásgeiri á óvart
- Ábyrgðin sem fylgir því að vera Seðlabankastjóri
- "Only the paranoid survive"
- Kostur og gallar þess að greina allt sem maður gerir í drasl
- Hvernig hann klæðir sig sem Seðlabankastjóri Íslands og hvað vasaklúturinn táknar