Í þessum fyrsta þætti er fjallað um tvennt sem má vel tengja saman; Skáldskapur rithöfunda sem búa ekki í sínu fæðingarlandi og skrifa jafnvel verk sín ekki á sínu móðurmáli. Á Íslandi hafa nýir vindar borist um bókmenntalífið á undanförnum árum með tilkomu æ fleiri skálda af erlendum uppruna sem fest hafa hér rætur og yrkja bæði á íslensku og öðrum málum. Við fjöllum um þessa þróun og lítum inn á ljóðasamkomur sem hófu göngu sína í sumar, Reykjavík Poetics. Þá förum við líka til meginlands Evrópu og skoðum feril skáldsagnarisans Milan Kundera sem féll frá á þessu ári og hans flóknu tengsl við sínar heimaslóðir. Auk þess verður vöngum velt yfir nafni þáttarins og viðhorfi fólks til bóka og lesturs í gegnum tíðina.
Viðmælendur: Jón Karl Helgason, Friðrik Rafnsson, Mao Alheimsdóttir, Natasha S. og Kjartan Már Ómarsson.
Umsjónarmaður: Jóhannes Ólafsson.