Listen

Description

Tvær nýjar skáldsögur og ein ljóðabók fylla þáttinn í dag. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru afhent í vikunni og við ræðum við verðlaunahafann Þórdísi Dröfn Andrésdóttur um sigurbókina, Síðasta sumar lífsins.

Skáldsögurnar tvær eru fremur ólíkar en eiga þó sitt hvað sameiginlegt, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur og Bók vikunnar eftir Snæbjörn Arngrímsson. Þær vísa báðar í sjálfa bókmenninguna, útgáfusögu og prenttæknina og búa báðar yfir sambærilegri dulúð, hinu óræða og stundum draugalega. Og í raun má segja það sama um ljóðabókina, þar sem drungi og heimshryggð hvílir undir lygnu vatni.

Viðmælendur: Þórdís Dröfn Andrésdóttir, Þórdís Helgadóttir og Snæbjörn Arngrímsson.