Listen

Description

Það læddist bók inn á sviðið í vikunni; dularfull, stutt skáldsaga sem heitir Páfagaukagarðurinn og hefur valdið bókafólki heilabrotum því höfundurinn, Akörn, er huldumaður. Eintök af bókinni eru fá, nokkrir útvaldir úr bókmenntasenunni fengu senda bók. Þeir fengu nafnlausan Páfagaukagarð í pósti. Og eitt var sent á Skálda bókabúð. Þar er eintakið til sölu fyrir litlar 30 þúsund en verður þó til sýnis í þrjá mánuði þótt það sé búið að selja hana.

En Hver er Akörn? Skiptir það máli, er ekki höfundurinn dauður og lesandinn á lífi? Er þetta allt úthugsað háð sem beinist að fámennri menningarelítu eða er þetta markaðsstönt? Hvernig koma Mexíkó, ljóð Gyrðis Elíassonar og Alvotech við sögu? Við Tómas Ævar Ólafsson rannsökuðum málið.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson.