Áslaug Agnarsdóttir þýðandi er nýr handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Áslaug er gestur þáttarins í dag og segir frá tvítyngdum uppvaxtarárum, ást á rússneskum bókmenntum og menningu og sjálfu tungumálinu.
Við förum í heimsókn til Sigrúnar Pálsdóttur rithöfundar og sagnfræðings sem var að senda frá sér nýja skáldsögu, MEN - Vorkvöld í Reykjavík. Bókin er stutt en í henni er heilmikill farmur og fjallar á ærslafullan hátt um blaðaviðtal sem fer úr böndunum á svo margan hátt, hún fjallar um útskúfun, hugleysi og hugrekki en líka pólitísk leyndarmál með skírskotun í raunverulega atburði.
Og bandarísku bókmenntaverðlaunin The National Book Awards voru afhent voru afhent í 74. sinn við fína gala athöfn í New York á dögunum. Það er stærstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna ásamt Pulitzer verðlaununum og fá verðlaunabækurnar iðullega mikla athygli. Af fimm verðlaunaflokkum eru það óskálduðu bækurnar og skáldsögurnar sem mest er rætt um, í skáldsagnaflokki var það Justin Torres sem fékk verðlaun fyrir skáldsöguna Blackouts. Við förum yfir það helstu tíðindi hátíðarinnar, þar á meðal yfirlýsingu sem lesin var upp í lokaræðunni um vopnahlé á Gaza.
Viðmælendur: Áslaug Agnarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir.
Lesari: Guðni Tómasson.
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Vorkvöld í Reykjavík - Ragnar Bjarnason með hljómsveit Svavars Gests, Kvällar i Moskvas förstäder - Jan Johansson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.