Byrjum á spjalli við Ægi Þór Jähnke sem var að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem kallast Grár köttur, vetrarkvöld.
Emil Hjörvar Petersen hefur verið í fararbroddi furðusagnahöfunda á Íslandi árum saman. Hann var að senda frá sér sína þrettándu skáldsögu, framtíðarsögu sem kallast Eilífðarvetur. Rætt er við hann og breytt landslag á sviði vísindaskáldskapar og furðusagna hér á landi.
Nína Ólafsdóttir er nýr höfundur sem gaf út framtíðarskáldsöguna Þú sem ert á jörðu. Við heyrum brot úr viðtali við Nínu úr Víðsjá. Og þá verður líka brot úr viðtali við Árna Matthíasson um Sporbauga eða Orbital eftir Samantha Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin í fyrra en íslensk þýðing bókarinnar var að koma út eftir Árna Óskarsson.