Axel Ingi Árnason hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf sem tónlistarmaður, tónlistarstjóri og kórstjóri og nú er hann tekinn við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi. Axel Ingi kom í fimmu sem að sjálfsögðu voru fimm söngleikir sem hafa haft djúp áhrif á líf hans. Þeir voru Phantom of the opera, Kabarett, Book of Mormon, Góðan daginn faggi og Við erum hér.