Fram og til baka fagnar sumardeginum fyrsta með langri útgáfu á Rás 2. Gestur í fimmunni er Fanney Benjamínsdóttir verkefnastjóri hjá Bókmenntahátíð í Reykjavík en hún segir af fimm borgum sem höfðu áhrif á líf hennar. Svo kemur Flosi Jón Ófeigsson í heimsókn og við skoðum bestu Eurovisionlög ársins en Alla leið byrjar í sjónvarpinu á laugardaginn. Að lokum er það svo sumardrengurinn Sigurður Þór Óskarsson en hann hefur sagt skilið við leikhúsið og við spyrjum - hvað ertu eiginlega að gera? 
svo er auðvitað sumartónlistin í aðalhlutverki.