Listen

Description

Leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir er að leika eitt aðalhlutverkanna í nýjum þáttum um Felix og Klöru sem verða á RÚV á næstunni. Hrefna er þó þekktari sem Skrýtla í dúettinum Skoppu og Skrýtlu en þær stöllur hafa glatt íslensk börn í rúm 20 ár. Hrefna kom í fimmu og sagði af áhrifamiklum augnablikum á fimm áratuga ævi, eitt tilvik tengdist hverjum áratug. Þar kenndi margra grasa og við fórum frá barnasýningunni Krukkuborg í Þjóðleikhúsinu yfir í MA gráðu í jákvæðri sálfræði frá HÍ.
Í fyrri hluta þáttarins skoðaði umsjónarmaður það sem gerðist á deginum