Steini í Leikhópnum Lottu heitir fullu nafni Sigsteinn Sigurbergsson og er af miklu íþróttakyni en faðir hans Sigurbergur Sigsteinsson var landsfrægur handknattleiks og knattspyrnumaður og móðir hans Guðrún Hauksdóttir var líka í íþróttum á yngri árum. Það kom því á óvart að Steini skyldi sækja í leiklistina og sviðið en þar hefur hann náð frábærum árangri sem einn af máttastólpum leikhópsins vinsæla, Lottu. Fimman hans Steina fjallar um tónlist og talið berst víða, t.d. að einelti í skóla, ADHD og starfi með einhverfum strákum, ást pabba hans á allskonar tónlist og ævintýrum á ferðum Lottu um landið.