Willum Þór Þórsson átti farsælan feril sem íþróttamaður og þjálfari áður en stjórnmálin tóku yfir líf hans, bæði sem þingmaður og ráðherra. Nú er Willum Þór nýkjörinn forseti ÍSÍ og kom í fimmu til Felix. Þar fjallar hann um fimm áhrifavalda sem hafa haft áhrif á líf hans og það reynast vera börnin hans fimm, Willum Þór, Brynjólfur Andersen, Þyrí Ljósbjörg, Ágústa Þyrí og Þór Andersen. Öll eru á kafi í fótboltanum en hafa mjög ólíka persónuleika. Og þau hafa komið víða við.