Ingimundur Sveinsson ólst upp í Vestur-Skaftafellssýslu á ofanverðri 19. öld. Hann varð tónlistarmaður og jafnan kallaður Ingimundur fiðla, því fiðlan var hans tryggasti förunautur. Ekki batt Ingimundur bagga sína að öllu leyti sömu hnútum og samferðamennirnir og æskuminningar hans, Huldudrengurinn, er á margan hátt mjög óvenjuleg og hjartnæm ritsmíð. Ekki þarf að orðlengja að Ingimundur var bróðir Jóhannesar Kjarvals og Þorsteins Kjarvals en úr æskuminningum hans var lesið í maí 2025.