Á 19. öldinni veitti hinn svonefndi anarkismi, stjórnleysisstefnan, sósíalismanum lengi vel harða keppni sem helsta andspyrnuafl gegn kapítalisma og auðhyggju. Einn helsti anarkisti Evrópu var Rússinn Krópótkin fursti sem fæddist 1841 og var af auðugum ættum en snerist til fylgist við alþýðuna. Hann skrifaði merkilega sjálfsævisögu og hér er gluggað í upphafskafla hennar um æskuár hins verðandi stjórnleysingja.