Í þessum fyrsta þætti af nokkrum tekur umsjónarmaður saman og les kafla úr æviminningum og samfélagslýsingu austurríska rithöfundarins Stefans Zweigs. Sumarið 2025 var fluttur eins konar kynningarþáttur þar sem athyglin beindist að ferðalagi Zweigs og Halldórs Laxness á rithöfundaþing á fjórða áratugnum. Í byrjun þessa þáttar er raunar lesin merkileg smásaga Zweigs sem heitir Leiðarlok.