Í þessum þriðja þætti sem umsjónarmaður tekur saman upp úr æviminningum Stefans Zweigs segir hann frá menningarlífinu í Vínarborg en menningarlífið var þar afar blómlegt, einkum fyrir borgarastéttina og yfirstéttirnar. Jafnframt er sagt nokkuð frá stöðu Gyðinga í Austurrísk-ungverska keisaradæminu.