Frá áramótum hefur Urður Örlygsdóttir aðeins hugsað um eitt; athafnamanninn Quang Lé sem er ættaður frá Víetnam og vill láta kalla sig Davíð Viðarsson. Hann er einn þeirra sex sem úrskurðuð voru í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu sem beindust að viðskiptaveldi Quang. Urður segir frá Kveiksþættinum og vinnunni á bakvið hann. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.