Við kynnumst Kristínu sem kallar sig Krassoff, hún er bæði tónlistarkona og dansari og er nýbúin að gefa út tvö lög.
Kíkt er ofan í kistu Ríkisútvarpsins og rifjum upp þátt Gunnars Þorra Péturssonar um Dostojevskíj frá árinu 1999, enda gætu Karamazov bræður verið hin fullkomna sumarfrís-lesning.
Ingibjörg Magnadóttir verður með okkur allan seinnihluta þáttarins, í samkvæmisleiknum er kenndur er við Proust.