Verslunarmannahelgin er handan við hornið, og því margt um að vera víða um landið. Við tökum stöðuna á nokkrum af helstu tónlistar- og útihátíðum sem í boði eru þetta árið, en það eru Norðanpaunk, Útkall, Innipúkinn, Rokkhátíð og Samanfest.
Við setjumst niður með tónlistartvíeykinu Kötlu Heimisdóttur og Hauki Ingólfssyni í Beituskúrnum í Neskaupstað og ræðum verkið þeirra, Óm.