Listen

Description

Bruninn á Hjarðarhaga í síðustu viku hefur enn og aftur vakið upp umræðu um stöðu erlends verkafólks á íslenskum leigumarkaði sem býr í herbergjahótelum. Með herbergjahótelum er átt við fasteignir þar sem fólk sem er ótengt býr í herbergjum og deilur eldhúsaðstöðu og salerni.

Einn þeirra sem er orðinn stórtækur á þessum leigumarkaði með herbergi er veðufræðingurinn og prófessorinn Haraldur Ólafsson.

Haraldur á 10 íbúðir í Reykjavík í tveimur einkahlutafélögum og hafa margir ótengdir einstaklingar búið í hluta þessara eigna um árabil. Einkahlutafélögin heita Mótel Venus ehf. og Miklabraut ehf.

Rætt er við Harald og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem er býr í götu þar sem ein af fasteignum hans er staðsett.

Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson