Listen

Description

Eftir að einkafyrirtæki eins og Klíníkin og Cosan byrjuðu að gera liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins árið 2023 hefur biðtími eftir þessum aðgerðum snarminnkað.

Biðlistakerfið sem stýrir aðgangi að þessum aðgerðum er hins vegar gallað og vanhugsað segir Hjörtur Hjartarson, forstöðulæknir á Landspítalanum. Hann segir að kerfið bjóði upp á og hafi leitt til hagsmunaárekstra á milli einkaaðila og ríkisins.

Um nærri 1000 daga hafa þessi einkafyrirtæki átt í deilum um sem hafa ratað til opinberra stofnana. Ennþá sér ekki fyrir endann á þessum deilum eftir nýtt útboð ríkisins sem kynnt var um miðjan ágúst.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson