Lögregla hefur grun um að sami maður og játað hefur þátt í einu stærsta ráni Íslandssögunnar í Hamraborg í fyrra hafi verið að verki þegar hraðbanka var skóflað með gröfu út úr byggingu í Mosfellsbæ í vikunni. Talið er að um tuttugu milljónir króna hafi verið í hraðbankanum. Þóra Tómasdóttir skoðar möguleg tengsl ránanna og annarra stórra sakamála. Viðmælandi: Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakbornings í Hamraborgarráninu.