Í 100. þætti Virðingar í uppeldi fóru þær Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Guðrún Inga Torfadóttir, Gyða Björg Sigurðardóttir, Kristín Björg Viggósdóttir og Perla Hafþórsdóttir yfir það hvernig er að vera viðkvæmar og viljasterkar mæður í grunninn og eiga jafnvel viðkvæm og viljasterk börn líka. Þar sem þetta er 100. þátturinn var líka aðeins farið yfir hvernig það hefur mótað þær að tileinka sér virðingarríkt uppeldi í öll þessi ár og eiga vináttu og stuðning hver annarrar að.