Í þessum tíunda þætti hlaðvarpsins Virðing í uppeldi fékk Guðrún Inga Torfadóttir heiðursgestinn Kristínu Maríellu í spjall. Í síðari hluta þáttarins komu til okkar Kristínar þær Guðrún Birna le Sage, Guðrún Björnsdóttir og Svava Margrét Sigurðardóttir. Við ræddum um triggera, eða viðnám og vörðum í það öllu okkar púðri og héldum engu eftir. Við fórum yfir nýlegar sögur þar sem við fórum sjálfar út af sporinu, þrátt fyrir að gefa okkur út fyrir að vera umhugað um meðvitað og virðingarríkt uppeldi, og veltum því fyrir okkur hvers vegna okkur tekst ekki að koma í veg fyrir að slíkt gerist yfir höfuð. Við ræddum um hvað við getum gert í stóru og smáu til að halda okkur frá fjallsbrúninni og af eyðieyjunni þar sem ekkert grær, og gáfum hver annarri góð ráð og samkennd. Undir lokin fórum við í gegnum hugleiðslu og skildum svo við hlustendur með nokkur ráð í pokahorninu að eiga þar til næst.