Listen

Description

Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfari, mætti í topp tilfinningalegu formi til Guðrúnar Ingu Torfadóttur í spjall, þar sem erfitt var að heyra hver væri að taka viðtal við hvern. Farið var yfir alls konar; hvaðan hann kemur í sinni hugmyndafræði, triggerabaráttuna, hvernig sé hægt að koma inn breytingum í líf sitt og vega og meta hegðun sína eftir líka gæði upplifana og þeim þörfum sem liggja að baki, sykurfíkn, að sætta sig við sjálfan sig í dag en vilja betur fyrir sig í framtíðinni á sama tíma, hvernig hann kynntist RIE mjög nýlega í fyrsta sinn við að fara á námskeið hjá Kristínu Maríellu og er enn að melta lærdóminn þar og ætlar mögulega að skoða sjálfur hvort hann geti aðeins sleppt tökunum af þjálfarahlutverkinu og leyft barninu sínu að fara í gegnum tilfinningarnar sínar, Öldu Karen og framtíðar- og fortíðarsjálfið, dans- og íþróttaiðkun barnanna okkar, skjánotkun, og fór svo í lokin yfir nokkur ráð fyrir okkur að líða strax aðeins betur.
Þið finnið meira um Bjart á optimizedbjartur á Instagram.